Lífgasframleiðsla á Laugum er verkefni sem felst í því að meta möguleika á lífgasveri á Laugum í Reykjadal. Þar verður jarðhiti nýttur til að auka hagkvæmni og skilvirkni ferlisins. Með því að framleiða lífgas úr lífrænum úrgangi, frekar en að urða hann, stuðlum við að aukinni sjálfbærni samfélagsins og minnkum kolefnisspor úrgangsins.
Hvað er lífgas? Lífgas er endurnýjanleg orka sem framleidd er með því að gerja lífrænan úrgang, t.d. matarleifar og úrgang úr matvælaiðnaði og búrekstri. Í ferlinu brjóta örverur niður úrganginn og framleiða metan, sem er meginhluti lífgassins.
Hvernig virkar ferlið? Ferlið hefst með móttöku og forvinnslu lífræns úrgangs. Hráefnið er síðan hitað og sótthreinsað áður en það fer í gerjunartankinn, þar sem hitastigið er 55 °C. Þar brjóta hitakærar örverur niður lífræna efnið og framleiða lífga. Með því að nota hitakærar örverur og jarðvarma verður ferlið hraðara og skilvirkara en ef aðrar örverur væru notaðar í kaldari tanki. Að lokinni gerjun er lífgasið hreinsað frekar, svo úr verður lífmetan sem nýta má m.a. sem eldsneyti fyrir ökutæki. Eftir verður fast efni, sem kallast melta, en hún er mjög næringarrík og nýtist sem áburður.
Ávinningur verkefnisins:
Sjálfbærni: Nýtir endurnýjanlega auðlind og minnkar úrgang sem er urðaður.
Umhverfisvernd: Dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Hagkvæmni: Framleiðir verðmæta orku og áburð fyrir landbúnað.
Framtíðarsýn: Markmið okkar er að skapa sjálfbæra lausn sem nýtir jarðhita og lífrænan úrgang til að framleiða hreina og endurnýjanlega orku og bæta hringrás næringarefna í landbúnaði. Við trúum á að þessi framtíðarsýn muni stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir.
Hafðu samband: Ef þú hefur spurningar eða vilt vita meira um verkefnið, ekki hika við að hafa samband við okkur. Við erum hér til að svara öllum fyrirspurnum og taka á móti ábendingum.
Taktu þátt: Við hvetjum alla sem hafa áhuga á sjálfbærni og umhverfisvernd að taka þátt í verkefninu. Hvort sem þú ert fjárfestir, sveitarstjórnarmaður, bóndi eða áhugasamur einstaklingur, viljum við heyra frá þér.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra
Hafðu samband
Sigurbjörn Már Aðalsteinsson
sigurbjorn@gerjun.net